Tveir nýir oddvitar hjá Frjálslynda lýðræðisflokknum

Nýir oddvitar Frjálslynda lýðræðisflokksins; Guðlaugur Hermannsson í Suðvesturkjördæmi og Sigurlaug …
Nýir oddvitar Frjálslynda lýðræðisflokksins; Guðlaugur Hermannsson í Suðvesturkjördæmi og Sigurlaug Gísladóttir í Norðvesturkjördæmi. Samsett mynd

Uppstillingarnefnd Frjálslynda lýðræðisflokksins hefur skipað tvo nýja oddvita fyrir alþingiskosningar í september. 

Um er að ræða þau Sigurlaugu Gísladóttur, verslunarmann í Norðvesturkjördæmi, og Guðlaug Hermannsson, framkvæmdastjóra í Suðvesturkjördæmi, er fram kemur í tilkynningu frá flokknum.

Fyrir eru Guðmundur Franklín Jónsson, hagfræðingur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður og Glúmur Baldvinsson stjórnmálafræðingur oddviti í Reykjavíkurkjördæmi suður. 

Magnús Guðbergsson öryrki er oddviti í Suðurkjördæmi og Björgvin Egil Vídalín Arngrímsson eftirlaunaþegi er oddviti í Norðausturkjördæmi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert