Birgir Rafn yfir stafrænum samskiptum

Birgir Rafn Þráinsson, skrifstofustjóri starfænna samskipta hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.
Birgir Rafn Þráinsson, skrifstofustjóri starfænna samskipta hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Birgir Rafn Þráinsson hefur verið skipaður í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stafrænna samskipta hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, af ráðherra. 

Ráðherra skipaði Birgi Rafn að undangengnu mati ráðgefandi nefndar sem mat hæfni umsækjenda.

Hlutverk skrifstofunnar er að leiða og styðja við stafræna þróun í samfélaginu m.a. með mótun og eftirfylgni stefnu á sviði fjarskipta- og upplýsingatækni, þar á meðal eru netöryggismál, að því er kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 

Birgir Rafn hefur yfir 20 ára stjórnunarreynslu á sviði upplýsingatækni og fjarskipta og verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi á sviði stjórnunar, upplýsingatækni, fjarskipta og netöryggis.

Birgir hefur meðal annars starfað sem sérfræðingur og ráðgjafi í upplýsingatæknimálum hjá PricewaterhouseCoopers, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs fjarskiptafyrirtækisins Hibernia Networks, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur og framkvæmdastjóri hugbúnaðarsviðs OZ Communications.

Birgir Rafn er með B.Sc.-gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc.-gráðu í tölvunarfræði frá Pennsylvania State-háskólanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert