Er goshlé?

Eldgosið á Reykjanesi
Eldgosið á Reykjanesi mbl.is/Árni Sæberg

Svo virðist sem veru­lega hafi dregið úr krafti eld­goss­ins í Fagra­dals­fjalli nú síðdeg­is, en í til­kynn­ingu á face­booksíðu Eld­fjalla- og nátt­úru­vár­hóps Suður­lands er spurt hvort mögu­lega sé um gos­hlé að ræða. 

„Eft­ir því sem leið á dag­inn virðist hafa lækkað í hrauntjörn­inni sam­hliða því að óróa­gröf Veður­stof­unn­ar fóru að sýna af­markaða púlsa í virkn­inni. Nokkuð þétt þoka hef­ur lagst yfir gosstöðvarn­ar og sést því ekki inn í gíg­inn. Áður en þokan skall á sást hins veg­ar ekk­ert hraun­rennsli frá gígn­um, sem er til marks um lækkað yf­ir­borð hrauntjarn­ar­inn­ar,“ seg­ir í  til­kynn­ingu á face­booksíðu Eld­fjalla- og nátt­úru­vár­hóps Suður­lands. 

Í til­kynn­ing­unni seg­ir einnig að óróa­graf Veður­stof­unn­ar í Grinda­vík sýni afar lít­inn óróa eft­ir kl. 19.30 í kvöld, en að mjög dauf­ir púls­ar síðustu tvo tím­ana gætu bent til þess að enn skvett­ist úr hrauntjörn­inni. 

Mik­il þoka er yfir gosstöðvun­um og erfitt að sjá hvort í raun og veru sé um gos­hlé að ræða. „Því er óvissa þessa stund­ina hvort gos­hlé sé hafið, en það mun von­andi skýr­ast um leið og þok­unni létt­ir.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert