Eyðing lónsins hafi verulega neikvæð áhrif

Álftir við Árbæjarstíflu þegar lónið var tæmt í október á …
Álftir við Árbæjarstíflu þegar lónið var tæmt í október á síðasta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Með því að taka ákvörðun um að hleypa úr lóninu við Árbæjarstíflu með varanlegum hætti og eyða þannig lóni sem þar hefur verið í eitt hundrað ár, án nauðsynlegra skipulagsbreytinga eða leyfa og án samráðs við íbúa á svæðinu, hefur Orkuveita Reykjavíkur brotið gegn lögum og rétti íbúa.

Þetta segir Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Stýrihópur sem Björn sat í skilaði nýverið skýrslu um framtíð Elliðaárdalsins til borgarráðs. Þar var meðal annars fjallað um þá ákvörðun að hleypa úr lóninu og skilaði Björn sératkvæði í því máli. Hann segir að þetta muni hafa verulega neikvæð áhrif á landslag útivistarsvæðisins og nærumhverfi íbúa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert