Ferðamönnum hefur fjölgað verulega síðustu tvær vikurnar og má segja að íslenska ferðaþjónustusumarið sé farið að taka við sér.
Umferð farþega gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur fjölgað úr um eitt til tvö þúsund á dag í um fjögur til fimm þúsund, á aðeins tveimur vikum og verður óhjákvæmilega til þess að það hægist á röðum, að sögn Arngríms Guðmundssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns Lögreglunnar á Suðurnesjum.
„Það er bara meiri þungi, það fjölgar ferðamönnum og afkastagetan er bara ákveðið mikil,“ segir hann í Morgunblaðinnu í dag.