Leiðin sem hlaupin er nær frá Hraunhafnartanga, nyrst á Íslandi, til Dyrhólaeyjar, syðst á Íslandi.
Fyrra met á breski hlauparinn Tom Whittle, en hann sló metið árið 2017. Hann hljóp til styrktar CLIC – góðgerðarsamtökum sem styðja við bakið á ungum einstaklingum sem greinst hafa með krabbamein. Það tók Whittle 10 daga, 13 klukkustundir og 14 mínútur að fara yfir landið, alls um 700 kílómetra leið.
Til að metið verði gilt óskar Heimsmetabók Guinness eftir óháðum vitnum við startrás til þess að vera á staðnum, skrifa undir og votta þegar lagt er af stað og vera með á ljósmynd.
Vitni þurfa að vera 18 ára eða eldri. Hægt er að hafa samband við Nönnu Steinu Höskuldsdóttur, verkefnastjóra á Raufarhöfn, á nanna@ssne.is til að verða vitni að startinu.
Forelle stefnir að því að hlaupa 96 kílómetra á dag dagana 5.-12. júlí. Markmið hans er síðan að safna 25 þúsund bandaríkjadölum fyrir samtökin Homes for our Troops.