Uppbygging í kortunum í Vatnajökulsþjóðgarði

Jökulsárlón. Breiðamerkursandurhefur verið vinsæll áfangastaður.
Jökulsárlón. Breiðamerkursandurhefur verið vinsæll áfangastaður. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Mikil uppbygging er í kortunum í Vatnajökulsþjóðgarði og mun umhverfis- og auðlindamálaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, staðfesta stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Breiðamerkursand og kynna fyrirhugaða stækkun á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs á sumarfögnuði í Skaftafelli á miðvikudag.

Í stækkuninni felst meðal annars opnun fræðslutorgs fyrir utan gestastofuna í Skaftafelli, framkvæmdir við nýja fráveitu og bætt aðstaða fyrir starfsemi á svæðinu með nýrri Skemmu. Þá er einnig fyrirhugað að bæta aðstöðu fyrir tjaldgesti með því að fjölga rafmagnstenglum og bæta við mótttökuhúsi. Á sumarfögnuðinum verða áformin kynnt, sem eru afrakstur stýrihóps starfsmanna þjóðgarðsins og ráðgjafafyrirtækisins Alta, en stýrihópurinn hefur unnið að skýrslunni „Framtíðarsýn fyrir Skaftafell“ frá því síðasta haust.

„Það sem stendur kannski helst upp úr er að það er verið að byggja upp veglega gestastofu. Í rauninni það, að fræðslumarkmið þjóðgarðsins verði uppfyllt. Síðan er gert ráð fyrir að ferðaþjónustuaðilar geti verið á svæðinu,“ segir Helga Árnadóttir, sérfræðingur hjá Vatnajökulsþjóðgarði, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert