Vatnshæðin óvenjulág

Sigöldustöð. Virkjanir á Þjórsársvæðinu fá orku úr Þórisvatni.
Sigöldustöð. Virkjanir á Þjórsársvæðinu fá orku úr Þórisvatni. Ljósmynd/Landsvirkjun

Vatnshæð í Þórisvatni mælist mun lægri nú en á sama tíma í fyrra. Skýrist þetta meðal annars af því að veturinn hefur verið kaldur og vorið hefur verið úrkomulítið á Suður- og Suðvesturlandi, að sögn Óla Grétars Blöndal Sveinssonar, forstöðumanns þróunar vatnsafls hjá Landsvirkjun.

„Það veldur því að Þórisvatn er frekar lágt og mun lægra en á síðasta ári,“ segir hann. Of snemmt er að segja til um hvort þetta verði til þess að takmarkanir verði á raforkuafhendingu en vatnsfallið mældist í gær 567,84 metrum yfir sjávarmáli (m.y.s.), í samanburði við síðasta vatnsár þar sem vatnsfallið mældist 576,1 m.y.s. Áætlað meðaltal vatnsfalls í Þórisvatni er 575,07 m.y.s.

„Við sjáum á næstu mánuðum hvað áhrif jökulbráðnunin hefur, sem er að fara á fullt í júlí og ágúst venjulega. Það er yfirleitt sá tími sem við erum að fá mikla hækkun inn í lónin,“ segir Óli í Morgunblaðinu í dag. Þórisvatn sé hins vegar töluvert frá jöklum þannig að umhleypingar og úrkoma eigi stóran þátt í vatnshæðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert