Vestfjarðavíkingurinn um helgina

Magnús Ver í keppninni um Vestfjarðavíkinginn.
Magnús Ver í keppninni um Vestfjarðavíkinginn. mynd/bb.is

Vestfjarðavíkingurinn 2021 hefst á föstudaginn og stendur yfir alla helgina í hinum ýmsu bæjum og þorpum Vestfjarða. Þetta er í 29. skipti sem keppnin er haldin en það tókst að halda hana í fyrra þrátt fyrir heimsfaraldurinn.

Keppnirnar verða við Djúpuvík, Heydal, Súðavík og Þingeyri í ár en í fyrra voru þær aðallega í bæjum á Vesturlandi.

„Við förum sunnanvert um Vestfirði eða Vesturland annað árið og norðanvert hitt árið, þannig að það eru tvö ár síðan við vorum þarna,“ segir Magnús Ver Magnússon, skipuleggjandi hátíðarinnar í Morgunblaðinu í dag, en hann hefur séð um keppnina síðustu ár.

Í keppninni verður keppt í hinum ýmsu þrautum, til að mynda bóndagöngu, kútakasti, uxagöngu og legsteini en legsteinninn hefur ýmsar þjóðsögulegar tengingar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert