Sigurþóra Bergsdóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri Bergsins headspace. Líðan og umhverfi ungs fólks eru hennar helsta ástríða og að tryggja að ungt fólk hafi greiðan aðgang að stuðningi og aðstoð á eigin forsendum. Sjálf missti hún son á unglingsaldri sem tók eigið líf. Berglind Guðmundsdóttir ræðir við hana í Dagmálaþætti dagsins.
Dagmál eru streymisþættir Morgunblaðsins á netinu, opnir öllum áskrifendum blaðsins. Viðtalið við Sigurþóru má finna hér. Einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.
Umræða um aukna vanlíðan hjá ungmennum er áberandi og sérstaklega í tengslum við stafrænt ofbeldi. Á sama tíma er unga kynslóðin fær um að ræða um hlutina og sína vanlíðan, sem er mikill styrkur. Þetta er mat Sigurþóru og í broti úr þættinum sem má sjá hér að ofan spyr Berglind hana út í stöðu ungs fólks í dag.