Breytt hegðun kemur ekki á óvart

Breytt hegðun eldgossins í Geldingadölum kemur jarðvísindamönnum ekki á óvart. …
Breytt hegðun eldgossins í Geldingadölum kemur jarðvísindamönnum ekki á óvart. Við slíku má búast, enda eldgos jafnan óútreiknanleg fyrirbæri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Breytt hegðun eld­goss­ins í Geld­inga­döl­um kem­ur jarðvís­inda­mönn­um ekki óvart, þótt fylgst verði sér­stak­lega vel með gíg­un­um á næst­unni. Ekk­ert bend­ir til þess að gosið sé að hætta, þó að sem fyrr segi jarðvís­inda­menn að erfitt sé að spá um slíkt. 

Sér­stak­lega verður fylgst með því ef gos­virkn­in minnk­ar tölu­vert hvort kvika sé mögu­lega að brjóta sér leið upp á yf­ir­borðið ann­ars staðar en á þeim sjö stöðum sem hún ger­ir nú. 

Þetta seg­ir Björn Odds­son, jarðeðlis­fræðing­ur al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, við mbl.is. 

Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.
Björn Odds­son, jarðeðlis­fræðing­ur hjá al­manna­varn­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra. Ljós­mynd/​Aðsend

Fátt sem skýr­ir breytta hegðun

„Nei, í raun og veru ekki,“ seg­ir Björn spurður hvort jarðvís­inda­menn hafi ein­hverj­ar skýr­ing­ar á breyttri hegðun goss­ins. Síðdeg­is í gær virt­ist sem gos­virkni hefði dreg­ist tölu­vert sam­an, eins og sagt var frá á face­booksíðu Eld­fjalla- og nátt­úru­vár­hóps Suður­lands í gær.

„Við höf­um nátt­úr­lega séð það í þessa um það bil 100 daga sem gosið hef­ur staðið að það hef­ur sýnt breyt­ing­ar. Þetta eru nátt­úr­lega bara óróa­mæl­ing­ar sem gefa til kynna hvað er að ger­ast þarna í efstu lög­um gígs­ins. Hann hef­ur bara breyst með tíð og tíma, kvikustróka­virkni, hraun­flæði og þetta hef­ur farið svona fram og til baka.“

Þannig að þetta er ekki eitt­hvað sem kem­ur ykk­ur jarðvís­inda­mönn­um á óvart eða hvað?

„Nei, nei, alls ekki.“

Björn seg­ir að áætlan­ir al­manna­varna hverf­ist um aukna eft­ir­fylgni með allri breyttri hegðun goss­ins og þá hvort bú­ast megi við að það fari að streyma fram á nýj­um stöðum úr nýj­um gíg­um. 

„Þannig að planið er að ef það hætt­ir að gjósa úr þess­um gíg þá þarf að fylgj­ast með hvort kvik­an leiði í ein­hverj­ar aðrar átt­ir.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert