Efla skilar skýrslu um ástand Fossvogsskóla

Efla afhenti í dag Reykjavíkurborg endanlegri skýrslu um ástand skólabygginga …
Efla afhenti í dag Reykjavíkurborg endanlegri skýrslu um ástand skólabygginga Fossvogsskóla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verkfræðistofan Efla afhenti í dag Reykjavíkurborg endanlega skýrslu um ástand skólabygginga Fossvogsskóla en lagt er til að ráðist verði í umtalsverðar framkvæmdir til að uppfæra skólann að nútíma kröfum.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu skrifstofu borgarstjóra.

Drög hafa verið gerð að teikningum og eru framkvæmdir nú þegar hafnar við endurbætur á húsnæðinu. Fulltrúar frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og verkfræðistofunum Eflu og Verkís, skipa nú teymi sem vinnur að því að skoða niðurstöðurnar með tilliti til þeirra viðgerða sem eru hafnar.

„Við munum vinna að gerð áætlana með tilliti til margvíslegra þátta svo sem forgangsröðun á framkvæmdum, útboðum, leyfisveitingum og hvernig mögulegt er að hefja skólastarf sem fyrst aftur í Fossvogsskóla,“ segir Ásmundur Brynjólfsson sem stýrir skrifstofu framkvæmda og viðhalds hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.

Undirbúningur framkvæmda er unninn samhliða skipulagi skólastarfs á næsta skólaári en borgin vill leggja áherslu á að vinna endanlega niðurstöðu í samráði við skólasamfélagið. 

Hægt er að nálgast skýrsluna á vef Reykjavíkurborgar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert