Einn aðili getur skipt sköpum í lífi barns

Sig­urþóra Bergs­dótt­ir er stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Bergs­ins headspace. Líðan og um­hverfi ungs fólks er henn­ar helsta ástríða og að tryggja að ungt fólk hafi greiðan aðgang að stuðningi og aðstoð á eig­in for­send­um. Sjálf missti hún son á ung­lings­aldri sem svipti sig lífi. Berg­lind Guðmunds­dótt­ir ræðir við hana í Dagmálaþætti dags­ins.

Dagmál eru streym­isþætt­ir Morg­un­blaðsins á net­inu, opn­ir öll­um áskrif­end­um blaðsins. Viðtalið við Sigurþóru má finna hér. Einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

Að sögn Sigurþóru veita flestir foreldrar börnum sínum besta stuðninginn. Hins vegar á stór hluti þeirra ungmenna sem leita í Bergið foreldra sem eru veikir á einhvern þátt. Glíma við fíkn eða geðsjúkdóm. Börnin hafa þá ekki þann stuðning sem þau þurfa heima fyrir.  Áfallarannsóknir benda þó til þess að sé einn aðili í lífi barns, sem passar upp á barnið og það treystir, þá hefur það gríðarlega mikla forspá um það hvernig því á eftir að takast á við þessar erfiðu aðstæður.

Bergið headspeace er í sumum tilfellum þessi ábyrgi aðili í lífi ungmenna, sem hlustar, er til staðar og styður. Það er ekki alltaf hægt að bjarga öllum út úr aðstæðunum og stundum er það heldur ekki rétta leiðin, en þessi ungmenni verða að hafa einhvern sem styður við þau.

Sigurþóra segir það geta verið magnað að fylgjast með flottum og hæfileikaríkum ungmennum sem standa í sumum tilfellum uppi heimilislaus 18 ára með lítið sem ekkert stuðningsnet og sjá þau takast á við aðstæðurnar og ná tökum á lífi sínu með réttum stuðningi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert