Eldsneytisverð hækkar

Eldsneytisverð hefur hækkað nokkuð undanfarna viku eða um 3-8 krónur lítrinn og er listaverð á bensíni á hefðbundnum bensínstöðvum Olís og N1 nú komið í 254,9 krónur. Listaverð á dísilolíu er komið í 236,30 krónur.

Costco býður lægsta verðið á bæði dísilolíu og bensíni en bensínlítrinn kostar þar 208,9 krónur og dísillítrinn 199,9 krónur. Lægsta verð á völdum stöðvum Orkunnar, Dælunnar, Atlantsolíu ÓB og N1 er frá 211,3-213,9 krónum á bensínlítra og 204,7 til 206,7 krónur á dísillítra.

„Meginskýringin er að heimsmarkaðurinn er allur á uppleið í augnablikinu,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. „Að einhverju leyti má örugglega tengja það því að sumarleyfistíminn er fram undan og það er aukin bjartsýni af því að það eru víða að opnast gáttir eftir „Covid-ævintýrið“, þó ekki jafn mikið og hér, en engu að síður aukin ferðalög á einkabílum,“ segir hann í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert