Logi Sigurðarson
„Þetta hefði ekki getað farið betur, gott að maður var ekki úti í garðinum með börnin að leika,“ segir Frímann Viktor Sigurðsson, eigandi annars hússins sem varð fyrir aurskriðu í Varmahlíð á fjórða tímanum í dag. Hann segist hafa verið á leiðinni heim þegar hann frétti af tjóninu.
„Það var bara hringt í mig og ég látinn vita hvað hafði gerst, ég hélt að þetta hefði bara verið smotterí, en svo var þetta bara frekar mikið,“ segir Frímann og bætir við að líklega hefði þetta ekki getað farið betur og hann væri þakklátur fyrir það að enginn slasaðist í skriðunni.
Hann telur ekki mikið tjón hafa orðið á húsinu en segir að fjölskyldan þurfi að gista annars staðar í nótt.
„Ég mundi skjóta á einhverja 100 þúsund kalla í viðgerðir, en það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir mannslíf.“