Himinlifandi í hvalaskoðun

Bókanir í hvalaskoðunarferðir á Húsavík hafa tekið kipp og hvalir …
Bókanir í hvalaskoðunarferðir á Húsavík hafa tekið kipp og hvalir hafa sést í öllum ferðum Norðursiglingar að undanförnu. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Ferðaþjónustan virðist vera að koma sterk til baka ef marka má bókunarstöðu hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar.

Stefán Jón Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Norðursiglinga, segir að bókanir hafa farið ört vaxandi frá því í mars og tekið kipp í maí þegar slakað var á samkomutakmörkunum innanlands.

„Bókanir hafa verið mjög fínar og farið vaxandi frá því við byrjuðum 1. mars. Það hefur verið aukning núna í júní og við búumst við aukningu í júlí,“ segir Stefán í Morgunblaðinu í dag. Hann segir ferðamennina alveg himinlifandi með siglinguna og mikið hafi verið um hval undanfarnar vikur.

„Við getum aldrei lofað því að við sjáum hval en undanfarnar vikur höfum við séð hval í öllum ferðum. Ef við sjáum ekki hval í ferð fær fólk aftur frítt í hvalaskoðun þangað til það sér hval,“ segir Stefán. logis@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert