Kalda vorið hefur tafið skordýr

Geitungarnir verða seinni á stjá en venjulega.
Geitungarnir verða seinni á stjá en venjulega. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

„Ég hef séð það að humlurnar og geitungarnir eru að koma tiltölulega seint á stjá og ég hef bara frétt af lúsmýi á einum stað á landinu,“ segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við HÍ.

Hann segir flest skordýr séu á einhvers konar lirfustigi eða dvala yfir veturinn og að kalda vorið hafi tafið að skordýrin nái að klekjast út. „Ég efast um að þetta hafi einhver áhrif á stofnana, þegar skordýrin fara á kreik.“

Hann segir þó að kalda vorið hafi væntanlega minni áhrif á lúsmýið en stærri skordýrin þar sem það sé vanara raka og vatni. Mýflugurnar ættu því að vera komnar á kreik. „Drottningar geitunga og humlanna hafa verið í dvala í allan vetur og það þarf að vera tiltölulega hlýtt til þess að þær fari af stað. Þær þurfa að geta hitað sig upp í sólskini til þess að geta flogið,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert