Ljóst að gosinu er ekki lokið

Mynd Andra sýnir að enn var líf í gígnum eftir …
Mynd Andra sýnir að enn var líf í gígnum eftir að gosóróinn féll. Ljósmynd/Andri Thor Birgisson

Mynd sem tek­in var klukk­an 20.23 í gær­kvöldi sýn­ir að enn var líf í gígn­um eft­ir að gosóró­inn féll. Því er ljóst að gos­inu er ekki lokið, að því er fram kem­ur í Face­book-færslu eld­fjalla- og nátt­úru­vár­hóps Suður­lands. „Gusu­gang­ur­inn“ hef­ur þó stöðvast í bili.

„Greini­leg hrauntjörn mall­ar í gígn­um und­ir þunnri hraunskel. Upp­streymi virðist í norðan­verðum gígn­um,“ seg­ir í um­ræddri færslu. 

Þar kem­ur fram að enn sé mik­il þoka á svæðinu og því hafi varla sést til gígs­ins síðan um kvöld­mat­ar­leytið í gær. 

Ýmsir, til að mynda Páll Ein­ars­son, pró­fess­or í jarðeðlis­fræði við Há­skóla Íslands, veltu því upp á sam­fé­lags­miðlum í gær hvort gos­inu væri að ljúka. Það virðist nú ekki vera staðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert