Maður með skotvopn á Sæbraut

Lögreglan
Lögreglan mbl.is/Eggert

Umferð var stöðvuð við Sæbrautina á tólfta tímanum í dag vegna atviks sem sjónarvottur lýsti sem átökum milli tveggja manna. Honum sýndist annar mannanna vera með vopn sem leit út eins og skammbyssa.

Lögreglumennirnir hlupu út úr bílunum til að skerast í leikinn eftir að hafa stöðvað umferðina. 

Lögreglan hefur staðfest að tilkynning hafi borist um karlmann í nágrenni lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu, sem grunur var um að hefði skotvopn undir höndum.

Brugðist var skjótt við og handtók sérsveit ríkislögreglustjóra manninn á göngustíg við Sæbraut skömmu fyrir hádegi.

Lagt var hald á skotvopnið en ekki er vitað hvað manninum gekk til.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert