Stoltur af því að vera á stóra sviðinu

Sigmar Guðbjörnsson framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda.
Sigmar Guðbjörnsson framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda. mbl.is/Hari

Hagnaður hátæknifyrirtækisins Stjörnu-Odda í Garðabæ margfaldaðist á árinu 2020.

Mestur tekjuvöxtur varð í sölu til tilraunastofa þar sem kórónuveiran er til rannsóknar. Sigmar Guðbjörnsson framkvæmdastjóri vill ekki nefna nein nöfn en ljóst er að nokkrir af helstu bóluefnaframleiðendum heimsins, sem eru orðnir þekktir í daglegu tali hér á landi, eru á meðal viðskiptavina.

„Maður er býsna stoltur af því að vera á þessu stóra sviði. Þótt við séum ekki í aðalhlutverki þá leikum við mikilvægt aukahlutverk,“ segir Sigmar í  umfjöllun um afkomu fyrirtækis hans í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert