Landssamband Framsóknarkvenna hefur sent frá sér ályktun þar sem þær taka undir raddir kvenna og sérfræðilækna sem hafa lýst yfir áhyggjum hvað varðar ferli leghálskrabbameinsskimana hér á landi.
Þær kalla eftir bættum ferlum, skýrari svörum og betri þjónustu fyrir allar konur og fólk sem upplifir það að heilbrigðiskerfinu sé ekki treystandi. Þær segja ábyrgðina alla hjá heilbrigðisráðherra á að ná til læknasamfélagsins og leysa þennan vanda.
„Margra mánaða bið eftir niðurstöðum rannsóknar er óásættanleg staða. Synjun á rannsókn þrátt fyrir sögu, einkenni og vilja sérfræðilæknis því ekki er nægilegur tími liðinn frá síðasta sýni er óásættanleg staða. Sögur sem þessar heyrast nú í alltof miklum mæli frá konum og mála svarta mynd af stöðunni. Því eru konur óttaslegnar og fullar vantrausts,“ segir í ályktunni.