Mögulega varð hrun ofan í gíginn

Þessi litli hraunhellir hafði myndast í jaðri nýja hraunsins. Mælingar …
Þessi litli hraunhellir hafði myndast í jaðri nýja hraunsins. Mælingar benda til þess að um 13 rúmmetrar af hrauni renni á sekúndu hverri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breyt­ing­ar sem urðu ný­lega á gosóróa í gígn­um í Geld­inga­döl­um urðu mögu­lega vegna hruns úr gíg­barm­in­um, að mati Þor­vald­ar Þórðar­son­ar, pró­fess­ors í eld­fjalla­fræði við Há­skóla Íslands.

„Við höf­um séð svipað ger­ast áður eft­ir að það hrundi niður í gíg­inn,“ seg­ir Þor­vald­ur í Morg­un­blaðinu í dag. Hann sagði að það hafi hugs­an­lega tafið eitt­hvað fyr­ir hraun­flæðinu og hægt á af­gös­un sem hafi valdið minni gosóróa eins og sást á jarðskjálfta­mæl­um.

Lé­legt skyggni hef­ur verið á gosstöðvun­um und­an­farið og lítið sést í vef­mynda­vél­um nema þoka. Það hef­ur því ekki verið hægt að fletta upp í mynd­um þeirra til að sjá hvort það hrundi úr gíg­barm­in­um.

„Gíg­ur­inn náði svo að hreinsa sig og þá fylgdi smá sjón­arspil eins og venju­lega,“ sagði Þor­vald­ur.

„Meg­in­rás­in, sem viðheld­ur hraun­flæðinu, er und­ir yf­ir­borðinu og við sjá­um hana ekki. Hún hlýt­ur að vera þarna því vöxt­ur­inn á hraun­inu er svo stöðugur. Breyti­leiki sem við sjá­um í gígn­um virðist ekki hafa áhrif á hraun­flæðið.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert