Rykkorn úr Sahara-eyðimörkinni hafa oft borist hingað til Íslands samkvæmt nýrri vísindagrein, sem birtist í tímaritinu Nature Scientific Reports á dögunum.
Í greininni kemur m.a. fram að ekki hafi aðeins verið um fínkorna ryk að ræða, heldur einnig stærri agnir, sem voru allt að 0,1 mm í þvermál.
Pavla Dagsson-Waldhauserová, einn af höfundum greinarinnar, segir í Morgunblaðinu í dag að leitað verði stuðnings við frekari rannsóknir á þessu sviði.