Sex tilkynningar um andlát í júní

Allir eru hvattir til að tilkynna grun um aukaverkanir vegna …
Allir eru hvattir til að tilkynna grun um aukaverkanir vegna bólusetninga. mbl.is/Arnþór Birkisson

Sex til­kynn­ing­ar um and­lát í kjöl­far bólu­setn­inga við Covid-19 hafa borist Lyfja­stofn­un í júní.

Alls hafa 26 slík­ar til­kynn­ing­ar borist, flest­ar í janú­ar þegar elsti hóp­ur­inn var bólu­sett­ur hér­lend­is. 

Þetta kem­ur fram í upp­færðum töl­um frá Lyfja­stofn­un. 

Að svo komnu er ekk­ert bend­ir til or­saka­sam­heng­is milli til­kynntra and­láta og bólu­setn­inga gegn Covid-19. Lyfja­stofn­un hef­ur hvatt alla til að til­kynna grun um al­var­leg­ar auka­verk­an­ir í kjöl­far bólu­setn­inga við Covid-19. 

Eitt and­lát eft­ir Jans­sen

Til dags­ins í dag hafa 124 til­kynn­ing­ar vegna gruns um al­var­lega auka­verk­un borist Lyfja­stofn­un. 

Skipt­ast þær svo: 

Com­irnaty (Bi­oNTech/​Pfizer): 55 al­var­leg­ar til­kynn­ing­ar, þar af vörðuðu 21 and­lát.

Spike­vax (Moderna): 13 al­var­leg­ar til­kynn­ing­ar, eng­in þeirra varðaði and­lát.

Vaxzevria (AstraZeneca): 52 al­var­leg­ar til­kynn­ing­ar, þar af vörðuðu 4 and­lát.

COVID-19 Vacc­ine Jans­sen: 4 al­var­leg­ar til­kynn­ing­ar, þar af varðaði ein and­lát. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka