Þurfa 2.000 nýja blóðgjafa á ári

Landsmenn eru hvattir til að gefa blóð í Blóðbankann.
Landsmenn eru hvattir til að gefa blóð í Blóðbankann. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Blóðgjafafélag Íslands fagnar 40 ára starfsafmæli 16. júlí nk. Félagið var formlega stofnað af Ólafi Jenssyni, þáverandi yfirlækni Blóðbankans, í þeim tilgangi að efla tengsl íslenskra blóðgjafa og almennings við Blóðbankann og um leið fræða almenning og stjórnvöld um mikilvægi blóðs til lækninga.

„Meginhlutverk félagsins er að hvetja fólk til blóðgjafar og veita viðurkenningar fyrir blóðgjafir,“ segir Sigríður Ósk Lárusdóttir, stjórnarmaður í félaginu, við blaðið.

Fleiri geta nú gefið blóð

Síðastliðin ár hafa miklar breytingar orðið á því hverjir mega gefa blóð og hverjir ekki, að sögn Sigríðar. „Hér áður fyrr mátti fólk ekki gefa blóð ef það var á einhverjum ákveðnum lyfjum en eftir því sem vísindunum hefur fleygt fram hafa þær reglur breyst,“ segir hún. „Svo eru margar aðrar ástæður fyrir því að einstaklingar geta ekki gefið blóð. Oft er það þó bara tímabundið, eins og þegar fólk fær sér húðflúr. Þá þarf það að bíða í sex mánuði með að gefa blóð. Ef það ferðast til landa þar sem malaría er landlæg þarf fólk að sama skapi að bíða í heilt ár.“

Heimsfaraldur kórónuveiru hafði veruleg áhrif á blóðgjafir, að sögn Sigríðar. Minna hafi verið sóst eftir nýjum blóðgjöfum og komið var á nýju bókunarkerfi, segir hún í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert