Vinningstillaga um Gufunes kynnt

Vinningstillaga Jvantspijker & partners, Andersen & Sigurdsson og Felixx Landscape …
Vinningstillaga Jvantspijker & partners, Andersen & Sigurdsson og Felixx Landscape Architects. Grafík/Aðend

Vinningstillaga í hugmyndasamkeppni vegna nýrrar byggðar við sjávarsíðuna í Gufunesi var kynnt í gær. Það teymi sem varð hlutskarpast er skipað Jvantspijker & partners, Andersen & Sigurdsson og Felixx Landscape Architects.

Efnt var til opins forvals af hálfu Fasteignaþróunarfélagsins Spildu ehf. í samvinnu við Arkitektafélag Íslands þann 29. mars síðastliðinn, þar sem auglýst var eftir þverfaglegum teymum til að taka þátt í hugmyndasamkeppninni, eins og segir í fréttatilkynningu.

Alls bárust þrettán tillögur um framtíðaruppbyggingu og skipulag átta byggingarreita við sjávarsíðuna, sem eru samtals tæplega 40 þúsund fermetra byggingarréttur, og 30. apríl síðastliðinn var tilkynnt um fimm teymi sem valin höfðu verið til þátttöku í hugmyndasamkeppninni.

Það var svo einróma niðurstaða dómnefndar að verðlaunatillagan komi frá Jvantspijker & partners, Andersen & Sigurdsson og Felixx Landscape Architects. Dómnefndina skipuðu Anna Sigríður Arnardóttir framkvæmdastjóri Fasteignaþróunarfélagsins Spildu, Kristín Brynja Gunnarsdóttir arkitekt, Karl Kvaran arkitekt, Björn Ingi Edvardsson landslagsarkitekt og Gísli Reynisson verkfræðingur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert