Afnám sýnatöku flýti fyrir á vellinum

Frá landamæraskimun á Keflavíkurflugvelli.
Frá landamæraskimun á Keflavíkurflugvelli. Morgunblaðið/Íris

Móttaka ferðamanna á Keflavíkurflugvelli gengur aðeins hraðar fyrir sig, að sögn lögreglu, nú þegar bólusettir og þeir sem hafa sögu um sýkingu af Covid-19 þurfa ekki að fara í skimun fyrir kórónuveirunni eða framvísa PCR-prófi við komuna til landsins. Nýja fyrirkomulagið tók gildi í dag. 

„Það er vonast til þess að þetta flýti fyrir afgreiðslunni,“ segir María Pálsdóttir, lögreglufulltrúi hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði þegar hún kynnti breytinguna að með þessu verði flestall­ar tak­mark­an­ir á ferðum bólu­settra og barna til lands­ins af­numd­ar og því geti um 90% lands­manna komið óhindrað til lands­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert