Áframhaldandi lokanir metnar í morgunsárið

Ár hafa hlaupið fram með krafti sem menn muna ekki …
Ár hafa hlaupið fram með krafti sem menn muna ekki eftir í áratugi. mbl.is/Margrét Þóra Þórsdóttir

Staða vatnavaxtanna á norðaustanverðu landinu eru að mestu óbreyttar frá því í gær og í nótt. Varðstjóri lögreglu Norðurlands eystra á Akureyri segir við mbl.is að viðbragðsaðilar, lögregla og björgunarsveitir, muni funda núna í morgunsárið um framhaldið. 

Enn eru lokanir á vegum í gildi í Eyjafirði og við brúna yfir Þverá. Lögreglan hefur beint þeim tilmælum til fólks að vera ekki á ferðinni á þjóðvegum á Norður- og Austurlandi að óþörfu. Vatnavextir séu með því móti að illa geti farið ef ár höggva úr brúm eða vegum. 

Vegagerðin biðlaði til fólks um klukkan fimm í morgun að sýna varúð við akstur á svæðinu. Vegir geta hafa skemmst í vatnavöxtunum og eru vegfarendur beðnir um að tilkynna hvers kyns óeðlileg frávik og vatnaskemmdir í síma 1777. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert