Almannavarnir munu ekki leggja hraunbrú

Hraunrennslið í Nátthaga.
Hraunrennslið í Nátthaga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum ekki að fara í þessa fram­kvæmd,“ seg­ir Rögn­vald­ur Ólafs­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá al­manna­vörn­um í sam­tali við mbl.is varðandi hug­mynd Magnús­ar Rann­ver Rafns­son­ar verk­fræðings um að leggja hraun­brú yfir Suður­stranda­veg.

Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.
Rögn­vald­ur Ólafs­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá al­manna­vörn­um. Ljós­mynd/​Lög­regl­an

„Við feng­um þessa til­lögu frá Magnúsi sem var mjög gam­an að sjá en við erum ekki að fara í þetta verk þar sem það er of um­fangs­mikið og stórt til þess að við séum að standa í því. Þetta er með sama hætti og við ákváðum að fara ekki í aðrar pæl­ing­ar varðandi stærri varn­ar­virki í Nátt­haga,“ seg­ir Rögn­vald­ur.

Rögn­vald­ur seg­ir að hraun muni flæða yfir Suður­stranda­veg að lok­um. „Við erum far­in að horfa á þetta í öðrum fasa, áður vor­um við að horfa tvær til þrjár vik­ur fram í tím­ann en nú erum við far­in að horfa mánuði eða ár fram í tím­ann. Miðað við þær for­send­ur er í raun erfitt að rétt­læta að fara í mjög viðamikl­ar og stór­ar fram­kvæmd­ir sem er fyr­ir­séð að mun ekki duga.“

Rögn­vald­ur seg­ir að al­manna­varn­ir séu frek­ar að ein­beita sér að svæðinu vest­an við Nátt­hagakrika þar sem eru aðrir innviðir. „Það er mögu­leiki á að við leggj­umst í fram­kvæmd­ir þar en við erum enn að bíða eft­ir niður­stöðum úr hermun­um og frum­hönn­un­ar pæl­ing­um, hvað er raun­hæft að gera í þeim efn­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert