Farið að minnka í Fnjóská og brúin hólpin

Brúin yfir Fjónská við Illugastaði er hólpin.
Brúin yfir Fjónská við Illugastaði er hólpin. Ljósmynd/Vegagerðin

Vatnsrennsli í Fnjóská hefur minnkað stöðugt það sem af er degi. Um klukkan 03 í nótt fór vatnsrennslið í um 578 rúmmetra á sekúndu, sem er það mesta sem þekkst hefur í ein 26 ár, en nú er það komið niður í 448 rúmmetra á sekúndu, sem enn verður þó að teljast mikið. 

Grétar Ásgeirsson hjá Vegagerðinni er í Fnjóskadal, þar sem starfsmenn stofnunarinnar eru í óða önn við að reyna að bjarga veginum um Fnjóskadal fyrir ágangi Fnjóskár, sem og brú sem þverar ána rétt við bæinn Illugastaði. 

Grétar segir við mbl.is að sennilega sé öll hætta liðin hjá hvað brúna varðar, en enn er verið að reyna að bjarga því sem bjarga má af veginum. 

Fyrr í dag ræddi Grétar við mbl.is og sagði hann að vinnuvélar væru á leið á svæðið til þess að reyna að hemja vatnsflauminn. Það virðist hafa tekist ágætlega miðað við að brúin sé ekki lengur talin í hættu, en aðgerðir standa þó enn yfir. 

Hluti vegarins um Fnjóskadal varð ánni að bráð.
Hluti vegarins um Fnjóskadal varð ánni að bráð. Ljósmynd/Vegagerðin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert