Framkvæmdir í Þorskafirði ganga vel

Þorskafjörður. Vegfyllingin er komin út í miðjan fjörð. Þar verður …
Þorskafjörður. Vegfyllingin er komin út í miðjan fjörð. Þar verður byggð 260 m steinsteypt brú yfir dýpsta álinn mbl.is/Þorgeir Baldursson

Starfsmenn Suðurverks eru langt komnir með að aka út landfyllingu á eystri hluta Þorskafjarðar.

Vestfjarðavegur mun fara yfir vegfyllingu og brú í stað þess að fara fyrir fjörðinn. Styttir þetta leiðina um 10 kílómetra. Suðurverk bauð rúma tvo milljarða í verkið og var lægstbjóðandi. Framkvæmdir hófust í vor.

Dofri Eysteinsson,framkvæmdastjóri Suðurverks, segir að fyllingin sé komin út í dýpsta álinn, þar sem brúin verður byggð. Þar er jafnframt mesta sigið. Fyllingarnar verði látnar síga og síðar verði grjótvörn raðað  utan á. Lendingin að vestanverðu er rétt sunnanvið raflínumastrið sem sést á myndinni.

Ekki er hægt að byrja að aka út fyllingu þeim megin fyrr en brúin hefur verið byggð og vatni hleypt undir hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert