Gosið í fullu fjöri

Lengi lifir í glæðum eldgossins.
Lengi lifir í glæðum eldgossins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nýtt gosop hefur opnast utan í gígnum á Fagradalsfjalli. Opið virðist hafa opnast núna rétt fyrir klukkan 22 í kvöld. Þetta kemur fram á facebooksíðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands. Vel sést í gosið úr vefmyndavél mbl.is.

Lítill gosórói var í dag en hann hefur aukist jafn og þétt það sem af er kvöldi. Gosið í Geldingadal virðist því ekki hafa sagt sitt síðasta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert