Kærðu gerð garða

Varnargarðar voru gerðir ofan við Nátthaga til að freista þess …
Varnargarðar voru gerðir ofan við Nátthaga til að freista þess að tefja hraunstrauminn niður í dalinn. Ljósmynd/Ólafur Þórisson

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísaði frá kæru sem henni barst vegna gerðar tveggja varnargarða við Geldingadali.

Byrjað var að reisa garðana 13. eða 14. maí síðastliðinn. Samtökin Náttúrugrið og stjórnarformaður þeirra persónulega kærðu gerð varnargarðanna.

Gerð var sú krafa að framkvæmdirnar yrðu þegar í stað stöðvaðar og að þær ákvarðanir sem kunnu að liggja að baki þeim yrðu ógiltar. Einnig að ákvörðun yrði tekin um endurheimt fyrra ástands eftir því sem aðstæður væru til. Þá var krafist viðeigandi úrræða vegna athafnaleysis framkvæmdaraðila og Grindavíkurbæjar. Krafanum stöðvun framkvæmda var svo afturkölluð 10. júní.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert