Lánshæfi Gunnars á Hlíðarenda og silfur Egils

Gengið verður um Þingvelli og efnahagsmál fornsagnanna rædd.
Gengið verður um Þingvelli og efnahagsmál fornsagnanna rædd. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri leiðir nú í kvöld göngu um Þingvelli sem ber yfirskriftina „Fjármál áþjóðveldisöld“.

Gangan hefst klukkan átta og gengið verður frá gestastofunni á Hakinu á Þingvöllum og endar gangan viðÞingvallakirkju. Ásgeir segist í Morgunblaðinu í dag hafa haft áhuga á fornsögunum og telur að efnahagssjónarhornið verði oft undir í umtali og kennslu um þessar sögur.

Ásgeir telur líkur á að þeir sem fyrst námu Ísland hafi sölsað undir sig gífurlega stór landsvæði og selt síðar sneiðar af sínu landi, og þannig auðgast verulega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert