Veðurstofa Íslands segir of snemmt að segja til um hvort goslok séu komin en órói við Fagradalsfjall hefur nú minnkað mikið og sýna vefmyndavélar í nágrenni litla sem enga virkni í gígnum.
Einungis örfáir dagar eru liðnir frá því að um sólahringshlé varð á virkni eldgossins í Geldingadölum og veltu því þá margir fyrir sér hvort um goslok væri að ræða.
Veðurstofa mun halda áfram að fylgjast með þróun mála.