Sífelld vöktun á UV-stuðli

UV-stuðullinn gerir fólki kleift að verja sig fyrir sólbruna.
UV-stuðullinn gerir fólki kleift að verja sig fyrir sólbruna.

Á heimasíðu Geislavarna ríkisins má fylgjast með vöktun á svokölluðum UV-stuðli. Stuðullinn mælir styrk útfjólublárrar geislunar.

Sigurður Magnússon, forstjóriGeislavarna ríkisins, segir að stuðullinn sé samræmdur fyrirallan heiminn.

„Markmiðið með þessum stuðli er að gera fólki kleift að verja sig sjálft fyrir sólinni. Eftir því sem gildi stuðulsins hækkar, þá aukast líkurnar á sólbruna,“ segir Sigurður í Morgunblaðinu  í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert