Skilagjald á drykkjarumbúðum úr plasti, gleri og áli hækkar í dag úr 16 krónum í 18 krónur.
Skilagjald hefur fengist fyrir einnota drykkjarumbúðir frá stofnun skilakerfisins árið 1989 og er skilagjaldið sjálft bundið við vísitölu neysluverðs.
Helgi Lárusson, forstjóri Endurvinnslunnar, segir þessa hækkun fylgja reglunni um að skilagjaldið sé bundið vísitöluneysluverðs. „Frá 1989 hefur það verið þannig að skilagjaldið helst í hendur við vísitölu og við erum bara að fylgja því,“ segirHelgi í Morgunblaðinun í dag.
Helgi bendir einnig á að þetta fyrirkomulag sé bara einskonar samkomulag um að flöskurnar haldi verðgildi sínu.