„Þetta er orðið alveg ágætt“

Myndin er úr einu útkalli björgunarsveitanna í nótt. Um var …
Myndin er úr einu útkalli björgunarsveitanna í nótt. Um var að ræða minni háttar eld á víðavangi. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Áfram var mikill erill í sjúkraflutningum hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í nótt. Sjúkraflutningamenn fóru í 130 slíka síðastliðinn sólarhring. „Þetta er orðið alveg ágætt, nú má fara að draga úr fjölda flutninga,“ segir í Facebook-færslu slökkviliðsins. 

Þá er Covid-flutningum sannarlega ekki lokið hjá slökkviliðinu þótt lítið sé um smit. 

Við fórum í sex slíka síðasta sólarhring og frá föstudegi eru Covid-flutningar orðnir 52 þannig að þetta er alls ekki búið hjá okkur.“

Dælubílar slökkviliðsins fóru í fjögur útköll á næturvaktinni, þrjú þeirra voru vegna minni háttar elds á víðavangi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert