Þjórsárbrú senn tilbúin

Þjórsárbrúin nýja, Búrfell í baksýn.
Þjórsárbrúin nýja, Búrfell í baksýn. Ljósmynd/Landsvirkjun

Framkvæmdum við 102 metra langa brú yfir Þjórsá ofan við Þjófafoss nærri Búrfelli miðar vel og hefur hún verið opnuð fyrir umferð fólks gangandi eða á reiðhjóli.

Brúin tengir saman Landsveit og skóglendi sunnan við virkjanir við Búrfell. Verkefnið er mótvægisaðgerð vegna stækkunar orkuversins.

Brúin er 102 metra löng, þar sem timbur úr íslensku sitkagreni er lagt á stálbita. Vonir standa til að í sumarlok verði allt orðið klárt við brúna og hún fær hestamönnum. Hún verður hins vegar lokuð bílum.

„Brúin auðveldar aðgengi í Búrfellsskóg þangað sem margir hafa lagt leið sína. Nú verður staðurinn væntanlega fjölsóttari svo búast má við að sveitarfélagið þurfi að leggja stíga, setja upp merkingar og fleiraslíkt á þessum slóðum,“ segir Björgvin Skapti Bjarnason, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert