Miðbæjarfélagið í Reykjavík hóf í gær að færa rekstraraðilum við Laugaveg og Skólavörðustíg alls 100 strákústa en það var athafnamaðurinn Bolli Kristinsson sem styrkti félagið til að kaupa kústana.
Meðþessu vilja liðsmenn félagsins hvetja borgaryfirvöld til að sinna betur hreinsunarstarfi í miðbænum, borgin sé að þeirra mati illa sópuð.
Eins er markmið félagsins að fá rekstraraðila til að leggja sitt af mörkum til þess að hafa miðbæinn fallegan. Með bættri umhirðu megi stuðla að aukinni verslun og þjónustu í Miðbænum.