Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í júní þar sem 62 starfsmönnum var sagt upp störfum, 32 í fiskvinnslu á Vesturlandi og 30 við sérfræði-, vísinda- og tæknilega starfsemi.
Uppsagnirnar koma flestar til framkvæmda á tímabilinu ágúst 2021 til október 2021, að því er fram kemur á vef Vinnumálastofnunar.
Í gær greindi mbl.is frá því að öllum 32 starfsmönnum fiskvinnslufyrirtækisins Agustson ehf. í Stykkishólmi var sagt upp störfum frá og með mánaðamótum júní/júlí.