62 misstu vinnuna í hópuppsögnum í júní

Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í júní þar sem 62 starfsmönnum var sagt upp störfum, 32 í fiskvinnslu á Vesturlandi og 30 við sérfræði-, vísinda- og tæknilega starfsemi.

Uppsagnirnar koma flestar til framkvæmda á tímabilinu ágúst 2021 til október 2021, að því er fram kemur á vef Vinnumálastofnunar. 

Í gær greindi mbl.is frá því að öllum 32 starfs­mönn­um fisk­vinnslu­fyr­ir­tæk­is­ins Ag­ust­son ehf. í Stykk­is­hólmi var sagt upp störf­um frá og með mánaðamót­um júní/​júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert