Áfram hægt að dæla eldsneyti sjálfur

Fækkun eldsneytisstöðva skerðir þjónustu við íbúa hverfa.
Fækkun eldsneytisstöðva skerðir þjónustu við íbúa hverfa. mbl.is/Arnþór Birkisson

Vilji borgarinnar til fækkunar bensínstöðva er skýr, en jarðefnaeldsneyti verður þó næstu áratugi heiminum mikilvægt, segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís.

Í sl. viku var gengið frá samkomulagi milli Reykjavíkur og olíufélaganna um fækkun eldsneytisstöðva í borginni um alls fimmtán. Að Olís snýr málið þannig að félagið lokar stöðvum í Álfheimum og Álfabakka í Mjódd. Á síðarnefnda staðnum verða þó áfram sjálfsafgreiðsludælur og slíkt verður einnig sett upp í Skeifunni í stað Álfheimanna. Þá stefnir N1 að opnun sjálfsafgreiðslu á Fiskislóð í stað stöðva sem verður lokað, að því er fram kemur í Morgunbæaðinu í dag.

Hvað varðar stöðvarnar við Álfabakka og Álfheima bendir Jón Ólafur á að á þeim báðum hafi verið veitt þjónusta fyrir tvö fjölmenn íbúðahverfi. Því má velta fyrir sér hvort íbúar verði jafnsettir, enda þótt rafbílum og hleðslustöðvum fjölgi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert