Fullviss um að Hvíta-Rússland muni öðlast frelsi

Guðlaugur Þór Þórðarson, ut­an­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnuráðherra og Svetl­ana Ts­íkanovskaja, leiðtogi …
Guðlaugur Þór Þórðarson, ut­an­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnuráðherra og Svetl­ana Ts­íkanovskaja, leiðtogi stjórn­ar­and­stöðunn­ar í Hvíta-Rússlandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Svetl­ana Ts­íkanovskaja, leiðtogi stjórn­ar­and­stöðunn­ar í Hvíta-Rússlandi, seg­ir í sam­tali við mbl.is að fund­ur henn­ar með Guðlaugi Þór Þórðar­syni ut­an­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnuráðherra í morg­un hafi gengið mjög vel.

„Við rædd­um hvernig Ísland get­ur haldið áfram að styðja við stjórn­ar­and­stöðuna í Hvíta-Rússlandi. Ég kom hingað full af þakk­læti fyr­ir það sem landið hef­ur nú þegar gert fyr­ir stjórn­ar­and­stöðuna, þrátt fyr­ir fjar­lægðina,“ seg­ir Ts­íkanovskaja og nefn­ir að Ísland hafi verið mjög virkt í and­stöðu við stjórn­ar­hætti Hvíta-Rúss­lands síðan kosn­ing­ar voru í land­inu í ág­úst.   

Ts­íkanovskaja þakkar Íslendingum fyrir stuðninginn.
Ts­íkanovskaja þakk­ar Íslend­ing­um fyr­ir stuðning­inn. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Íslensk stjórn­völd hafa sent frá sér yf­ir­lýs­ing­ar til stuðnings mann­rétt­ind­um og lýðræði í Hvíta-Rússlandi. Þá styður Ísland einnig frjáls fé­laga­sam­tök í Hvíta-Rússlandi og tek­ur þátt í refsiaðgerðum vest­rænna ríkja gagn­vart Lúka­sj­en­kó-stjórn­inni.

Mik­il­vægt að senda ein­ræðis­herr­um skýr skila­boð

Ts­íkanovskaja bauð sig fram gegn Al­ex­and­er Lúka­sj­en­kó, sem verið hef­ur for­seti lands­ins frá 1994, í kosn­ing­un­um. Niður­stöðurn­ar, sem segja Lúka­sj­en­kó hafa hlotið 80% at­kvæða, eru sagðar falsaðar.

„Ég er ótrú­lega þakk­lát fyr­ir all­an þann stuðning sem Ísland hef­ur veitt okk­ur sem mót­mæla stjórn Hvíta-Rúss­lands. Stuðning­ur ykk­ar sýn­ir vel að það skipt­ir ekki máli þó að landið sé smátt og langt í burtu,“ seg­ir Ts­íkanovskaja og nefn­ir að það sé gott að sjá hversu mik­il­væg mann­rétt­indi eru stjórn­völd­um á Íslandi.

„Það er mjög mik­il­vægt að senda ein­ræðis­herr­um skýr skila­boð um að við stönd­um með fólk­inu sem berst gegn þeim.“

Ekki til neitt sem heit­ir næg­ur stuðning­ur

Spurð hvort alþjóðasam­fé­lagið hafi sýnt stjórn­ar­and­stöðunni næg­an stuðning seg­ir Ts­íkanovskaja að það sé ekki til neitt sem heit­ir næg­ur stuðning­ur. „Hver dag­ur sem líður þar sem stjórn­hætt­ir Lúka­sj­en­kó eru enn við völd er dag­ur þar sem íbú­ar lands­ins búa við þján­ingu og þá sér­stak­lega póli­tísk­ir fang­ar lands­ins,“ seg­ir Ts­íkanovskaja og nefn­ir að að henn­ar mati gangi hlut­irn­ir alltof hægt vegna skri­fræðis og fleira.

Eig­inmaður Ts­íkanovskaju er einn þeirra þúsunda Hví­trússa sem voru fang­elsaðir á síðasta ári vegna mót­mæla. Flest­ir þeirra hafa hlotið 15 til 20 ára fang­els­is­dóm. „Maður verður oft ör­vænt­ing­ar­full­ur yfir því að maður geti ekki flýtt fyr­ir hlut­un­um. Ég hef ekki séð mann­inn minn í að verða ár og börn­in okk­ar spyrja mig oft hvar pabbi þeirra sé.“

Ts­íkanovskaja seg­ist vona að Evr­ópu­sam­bandið, Banda­rík­in og önn­ur lönd skilji að Lúka­sj­en­kó sé ekki ein­ung­is ógn við íbúa Hvíta-Rúss­lands held­ur einnig heim­inn all­an. „Ég vona því að viðbrögð alþjóðasam­fé­lags­ins verði sneggri og áhrifa­meiri,“ seg­ir Ts­íkanovskaja og nefn­ir að viðskiptaþving­an­ir séu einna áhrifa­rík­ast­ar.

„Fólk mun halda áfram að berj­ast, það mun ekki gef­ast upp. Það verður að stöðva þessa stjórn­ar­kreppu og við erum viss um að okk­ur muni tak­ast það með friðsam­leg­um viðræðum.“

Ertu vongóð um að Hvíta-Rúss­land muni losna und­an nú­ver­andi stjórn­ar­hátt­um?

„Ég er ekki vongóð, ég er viss um að það muni ger­ast. Lúka­sj­en­kó held­ur í völd sín ein­ung­is vegna of­beld­is og því þarf viðskiptaþving­an­ir til þess að binda enda á það. Með þeim skort­ir Lúka­sj­en­kó fjár­magn til þess að halda of­beld­inu áfram.“

Ts­íkanovskaja biðlar til alþjóðasam­fé­lags­ins að standa ekki í skipt­um á póli­tísk­um föng­um eða trúa staðhæf­ing­um Lúka­sj­en­kós.

Tek­ur sér langþráð frí hér­lend­is

Ts­íkanovskaja verður hér­lend­is fram á sunnu­dag en eft­ir fund­inn í dag fór hún á Alþingi og ræddi þar við bæði for­seta Alþing­is og þing­menn. Að því búnu átti Ts­íkanovskaja fund með Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra. Klukk­an þrjú í dag flyt­ur hún er­indi á opn­um fundi Alþjóðamála­stofn­un­ar Há­skóla Íslands.

Ts­íkanovskaja seg­ist eiga langþráð frí í einn dag á morg­un sem hún ætl­ar að njóta á Íslandi. „Ég fæ ein­ung­is frí í nokkr­ar klukku­stund­ir um helg­ar með börn­un­um mín­um og því er ég mjög þakk­lát að eiga einn dag í slök­un á þessu dá­sam­lega landi.“

Styðji áfram bar­áttu­menn

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnuráðherra tók und­ir með Ts­íkanovskaju og sagði að fund­ur­inn hefði gengið mjög vel. „Ég bauð henni hingað vegna þess að það er af­skap­lega mik­il­vægt að hún fái tæki­færi til þess að tala beint, bæði við al­menn­ing og ís­lenska stjórn­mála­menn,“ seg­ir Guðlaug­ur og nefn­ir að Ts­íkanovskaja og liðsmenn henn­ar kunni mjög vel að meta stuðning Íslands við mál­efni Hvíta-Rúss­lands.

Fundurinn fór fram í morgun í utanríkisráðuneytinu.
Fund­ur­inn fór fram í morg­un í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Þarna er fólk að fara fram á það sem okk­ur finnst vera full­komn­lega sjálfsagt og er full­komn­lega sjálfsagt. Ég er von­betri eft­ir fund­inn um að mann­rétt­indi í Hvíta-Rússlandi kunni að þró­ast í rétta átt.“ Guðlaug­ur seg­ir að aðal­atriðið sé að ein­stak­ling­ar sem berj­ist fyr­ir lýðræðis­um­bót­um í Hvíta-Rússlandi gef­ist ekki upp og haldi áfram bar­átt­unni með friðsam­leg­um hætti.

Tel­ur þú að þessi fund­ur hafi áhrif á sam­band Íslands við Rúss­land?

„Það vita all­ir hver afstaða okk­ar er gagn­vart mann­rétt­ind­um og í minni tíð sem ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur verið góð samstaða um það. Bæði meðal al­menn­ings og sömu­leiðis í stjórn­mál­un­um er mann­rétt­ind­um haldið á loft. Það þarf ekki að koma nein­um á óvart, og mun ekki koma nein­um á óvart hver afstaða okk­ar er.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert