Í dag eru þokubakkar við strönd höfuðborgarsvæðisins að sögn Veðurstofu Íslands. Tveir þættir orsaka bakkana; í fyrsta lagi er rakastig mjög hátt, eða um 100%, og einnig sjást mælingar um gosmóðu yfir höfuðborginni.
Þar mælist aukning á magni PM1 og PM2,5, sem er örfínt svifryk (líkt og 30. apríl og 21. maí).
„Gosmóðan myndast vegna þess að SO2-gas [brennisteinsdíoxíð] frá eldstöðinni hefur haft tíma til að umbreytast í lofthjúpnum og færist svo yfir okkur í hægri breytilegri átt samhliða röku lofti af hafi,“ segir í færslu Veðurstofu Íslands á Facebook.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur bendir á í tilkynningu að gosmóðan inniheldi mengun sem hafi náð að umbreytast og greinist hún því ekki með hefðbundnum mælingum á brennisteinsdíoxíði (SO2).
„Gosmóðan eða blámóða (Volcanic smog) er loftmengun sem verður til þegar SO2, önnur gös og agnir hvarfast við súrefni og raka með tilstuðlan sólarljóssins. Hún hefur einkennandi blágráan lit sem myndast er sólarljósið brotnar á ögnum/úða.
Gosmóða getur orsakað slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum, og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu. Þeir sem eru síður viðkvæmir geta einnig fundið fyrir einkennum,“ segir í tilkynningunni.
Almennar ráðleggingar varðandi gasmengun eru eftirfarandi: