Hættustig vegna leysinga

Glerá var í meiri vexti en elstu menn muna þegar …
Glerá var í meiri vexti en elstu menn muna þegar Baldvin Orri Smárason renndi sér niður iðuköstin á straumvatnskajak. Ljósmynd/Birta María Guðmundsdóttir

Ríkislögreglustjóri ákvað í gær í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra að lýsa yfir hættustigi vegna vatnavaxta í ám og vötnum á svæðinu. Leysingarnar eru vegna mikils lofthita. Gríðarlegir vatnavextir eru í landshlutanum og hafa bæði vegir og brýr rofnað.

„Íbúar og vegfarendur eru beðnir um að vera ekki nálægt ám og vötnum sem eru í miklum vexti,“ sagði í tilkynningu almannavarna. Fólk á Akureyri er sérstaklega beðið um að vera ekki á ferðinni í kringum Glerá. Vegurinn við Þverá í Eyjafirði rofnaði í fyrrakvöld og er verið að laga hann. Vegurinn innan við Illugastaði fór í sundur og er lokaður. Skemmdir urðu við brúna yfir Fnjóská á móts við Illugastaði og var henni lokað. Mestu vatnavextirnir eru í Eyjafjarðará og Fnjóská og er fólk beðið um að fara varlega við árnar.

Hjá Veðurstofunni fengust þær upplýsingar að mikill snjór hefði verið í fjöllum og þegar skyndilega hlýnaði eftir kalt vor hefði allt farið af stað. Veðurstofan spáir áfram hlýindum fyrir norðan og austan og má áfram búast við leysingum, að því er fram kemur í umfjöllun um leysingarnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert