Leysingaflóðin í rénun

Miklir vatnavextir hafa verið á svæðinu.
Miklir vatnavextir hafa verið á svæðinu. Ljósmynd/Lögreglan

Vatnsborð er víðast hvar farið að lækka á Norðurlandi eftir mikla vatnavexti þar síðustu daga.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Mikil hlýindi hafa verið á Norður- og Austurlandi með tilheyrandi vatnavöxtum og flóðum í ám.

Á vef Veðurstofunnar segir að kalt hafi verið í ár á svæðinu og þess vegna hafi snjó til fjalla ekki leyst fyrr en nú í hitabylgjunni.

Aðeins einu sinni á 50 árum

Flóðin náðu hámarki í gærkvöldi en nú virðist vatnsborð víðast hvar farið að lækka og er spáð að dragi úr leysingu á næstu dögum.

Frumniðurstöður benda til þess að flóð af þessari stærð í Fnjóská, Hörgá og Bægisá verði aðeins einu sinni á 50 ára tímabili.

Eyjafjarðará hefur flætt yfir tún og valdið skemmdum á vegum, en slík flóð í ánni eru þekkt og varð flóð af sömu stærðargráðu síðast árið 2006.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert