Listar í Reykjavík bornir upp í dag

Höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins, Valhöll.
Höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins, Valhöll. mbl.is/Arnþór

Vörður – fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík fundar í Valhöll í dag kl. 16.00, en þar verða framboðslistar fyrir alþingiskosningar í haust ákveðnir. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður kjörnefndar, segir vel hafa gengið að gera tillögur þar um í samræmi við prófjörsúrslit.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru niðurstöður í prófkjörinu látnar gilda um átta efstu sæti þó aðeins tveir frambjóðendanna hafi náð bindandi kosningu í sæti, þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Kjartan Magnússon.

Samkvæmt því verða Guðlaugur Þór Þórðarson, Diljá Mist Einarsdóttir, Brynjar Níelsson og Kjartan efst í Reykjavík norður en Áslaug Arna, Hildur Sverrisdóttir, Birgir Ármannsson og Friðjón R. Friðjónsson efst í Reykjavík suður.

Kjörnefnd gerir tillögu um næstu sæti fyrir neðan óháð prófkjörsúrslitum, en öðrum frambjóðendum munu hafa verið boðin sæti mun neðar á lista. Meðal frambjóðenda í næstu sætum, sem sum verða að líkindum varaþingmannssæti, mun eldri borgurum vera gert hátt undir höfði, enda drjúgur hluti kjósenda. Þar mun einnig vera að finna yngra fólk og einn núverandi borgarfulltrúa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert