Mannréttindi efst á baugi

Svetlana Ts­íkanovskaja, leiðtogi stjórn­ar­and­stöðunn­ar í Hvíta-Rússlandi, þakkaði Íslandi allan þann …
Svetlana Ts­íkanovskaja, leiðtogi stjórn­ar­and­stöðunn­ar í Hvíta-Rússlandi, þakkaði Íslandi allan þann stuðning sem landið hefur veitt stjórnarandstöðunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Svetl­ana Ts­íkanovskaja, leiðtogi stjórn­ar­and­stöðunn­ar í Hvíta-Rússlandi, fundaði með Guðlaugi Þór Þórðar­syni ut­an­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnuráðherra í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu í morg­un.

Í kjöl­far fund­ar­ins héldu Ts­íkanovskaja og Guðlaug­ur stutt ávörp þar sem þau lögðu bæði áherslu á mik­il­vægi mann­rétt­inda. 

Íslensk stjórn­völd sitja ekki aðgerðalaus hjá mann­rétt­inda­brot­um

Guðlaug­ur sagði ís­lensk stjórn­völd gagn­rýna stjórn­völd í Hvíta-Rússlandi og kosn­ing­ar sem voru þar í landi á síðasta ári. Þá sagði hann að ís­lensk stjórn­völd myndu áfram styðja stjórn­ar­and­stöðuna og að ís­lensk stjórn­völd myndu ekki sitja aðgerðalaus hjá mann­rétt­inda­brot­um. 

Þá þakkaði Guðlaug­ur Ts­íkanovskaju sér­stak­lega fyr­ir styrk sinn og hug­rekki í bar­átt­unni gegn yf­ir­völd­um í Hvíta-Rússlandi.

Ts­íkanovskaja þakkaði Íslandi all­an þann stuðning sem landið hefði veitt stjórn­ar­and­stöðunni. Hún sagði að smæð lands­ins skipti ekki máli, stuðning­ur þess væri það sem skipti máli.

Ts­íkanovskaja nefndi að um 36 þúsund manns væru póli­tísk­ir fang­ar í Hvíta-Rússlandi, þar á meðal eig­inmaður henn­ar sem hún hefur ekki séð í rúmt ár. Þá sagði hún að íbú­ar lands­ins upp­lifðu hvergi ör­yggi í land­inu.

Sagði hún því mik­il­vægt að stjórn­ar­andstaðan hefði stuðning landa þar sem lýðræði ríkti, sem styddi við mann­rétt­inda­bar­átt­una.

Ts­íkanovskaja sagði að lok­um að hún myndi áfram berj­ast fyr­ir nýj­um friðsam­leg­um kosn­ing­um í Hvíta-Rússlandi.

Svetlana Ts­íkanovskaja, leiðtogi stjórn­ar­and­stöðunn­ar í Hvíta-Rússlandi fundaði með Guðlaugi Þór …
Svetl­ana Ts­íkanovskaja, leiðtogi stjórn­ar­and­stöðunn­ar í Hvíta-Rússlandi fundaði með Guðlaugi Þór Þórðar­syni ut­an­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnuráðherra í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu í morg­un. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert