Opnar á umræðuna um ófrjósemi karla

Rúnar Smári Jensson og Alda Magnúsdóttir.
Rúnar Smári Jensson og Alda Magnúsdóttir.

Rúnar Smári Jensson skrifaði um ófrjósemi karla í lokaverkefni sínu í félagsráðgjöf á BA-stigi frá HÍ en verkefnið ber yfirskriftina: „Að kveljast í hljóði: Upplifun karla af ófrjósemi“.

Rúnar þekkir viðfangsefnið vel á eigin skinni en hann og Alda kona hans glíma bæði við ófrjósemi. Þau hafa farið í sjö frjósemismeðferðir á þremur árum en fram að þessu hefur engin þeirra borið árangur. Ungu hjónin halda þó áfram í vonina, að því fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Ófrjósemi er mikið áfall sem breytir lífi fólks og væntingum þess til framtíðar, að sögn Rúnars. Þá segir hann ófrjóseminni oft fylgja tilfinningar á borð við sorg og skömm. Hann lýsir því einnig hvernig karlmenn upplifa togstreitu milli eigin tilfinninga og þeirra væntinga sem samfélagið gerir til þeirra sem karlmanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert