Stafsetningin reynist borginni erfið

Þetta skilti hefur lengi staðið í Úlfarsárdal þrátt fyrir augljósa …
Þetta skilti hefur lengi staðið í Úlfarsárdal þrátt fyrir augljósa villu. mbl.is/Unnur Karen

Morgunblaðið greindi nýverið frá því hvernig Reykjavíkurborg með einu auka „R-i“ breytti hinum rótgróna Grensásvegi í Grensársveg, vegfarendum til mikillar furðu. Þetta er þó ekki eina villuskiltið í höfuðborginni Reykjavík.

Í Úlfarsárdal má finna götu sem kennd er við Frigg, konu Óðins. Reykjavíkurborg hefur þó kosið að skrifa nafn hennar með „Y“ og er útkoman því Fryggjarbrunnur. Hefur skiltið fengið að standa vitlaust í dágóðan tíma.

Í samtali við Morgunblaðið segir Einar G. Skúlason, rekstrarstjóri skiltadeildar, að um sé að ræða samspil mannlegra mistaka hjá framleiðanda og hjá borginni. „Mistökin liggja að vissu leyti hjá framleiðanda en að sjálfsögðu hjá okkur líka,“ segir hann. Einar vildi þó ekki gefa upp hver framleiðandi sé en lagði áherslu á sameiginlega ábyrgð beggja aðila. Þá sagði hann borgina lengi hafa verið í viðskiptum við framleiðandann.

Spurður hvort borgarbúar sendi reglulega inn ábendingar um mistök kveður Einar já við. „Við fáum sendar ábendingar, fólk rekur augun í þetta. Það eru náttúrulega fleiri þúsund prófarkalesarar víða um borgina.“ Bendir hann einnig á að þetta gerist afar sjaldan og að kostnaðurinn vegna mistaka sé lítill. „Þetta gerist einstaka sinnum en kostnaðurinn við þetta er ekki neinn í sjálfu sér. Nokkrir þúsundkallar í stóra samhenginu. En okkur finnst þetta náttúrulega fyrst og fremst bara leiðinlegt.“

Auka „R“. Reykjavíkurborg ætlaði sér ekki að endurnefna götuna rótgrónu …
Auka „R“. Reykjavíkurborg ætlaði sér ekki að endurnefna götuna rótgrónu með nýju skilti. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert